Beint í efni

Sumarstarfsfólk

Kjör og réttindi sumarstarfsfólks

Starfsheitið „nýliði“ í kjarasamningi á einungis við um sumarstarfsfólk á fyrsta starfsári og starfsfólk sem vinnur hlutastarf meðfram námi (tímakaup).

Ef starfsfólk er ráðið (með ráðningasamningi) í starf t.d. þjónustufulltrúa/ráðgjafa þá ber því a.m.k. lágmarkslaun í samræmi við það starfsheiti.

Lágmarkslaun nýliða á einungis að nota fyrir sumarstarfsfólk sem er að stíga sín fyrstu skref (fyrsta sumarið) í vinnu hjá fjármálafyrirtæki.

Samkvæmt lögum má ráða starfsfólk tímabundið að hámarki í tvö ár.

Sumarstarfsfólk er skilgreint sem "lausráðið" og á því veikindarétt í allt að einn mánuð á 100% launum (+ einn mánuð á 50% launum). Veikindarétturinn nær þó aldrei lengur en til skilgreinda tímabundna sumarstarfsins (oft júní, júlí og ágúst).

Kynnið ykkur vel reglur um styrki til sumarstarfsfólks í annars vegar Menntunarsjóði SSF
og hins vegar Styrktarsjóði SSF.

Skrifstofa SSF aðstoðar félagsmenn við öll mál er snúa að réttindum og skyldum á vinnumarkaði og það á líka við um sumarstarfsfólk.

Efnisval

  • Kjör og réttindi sumarstarfsfólks