Beint í efni

18. janúar 2022

LAUNAREIKNIVÉLIN UPPFÆRÐ

Launareiknivélin var uppfærð í byrjun desember 2021 í kjölfar niðurstaðna í launakönnun SSF. Hana má finna undir liðnum "Kjaramál/Launareiknivél" á heimasíðu SSF. Endilega skoðið hana, en viljum þó einnig vekja athygli á því að ef þið viljið sjá fljótt og vel hvar þið standið, þá sjáið þið glögga mynd af því á bls. 45-47 og bls. 173-181 í niðurstöðum launakönnunarinnar. Hana finnið þið einnig á heimasíðu SSF undir liðnum „Útgáfa“, tiltölulega neðarlega. En hér er linkur á hana: 2021 Launakönnun Nú er bara að vinda sér í að grúska og nýta sér fyrir næsta launaviðtal!  

Dagsetning
18. janúar 2022
Deila