Beint í efni

22. september 2017

Arion banki opnar aftur í Kringlunni

[caption id="attachment_3139" align="alignleft" width="300"] Starfsfólk arion banka í Kringlunni.[/caption] Útibú Arion banka í Kringlunni opnaði á nýjan leik í morgun, fimmtudaginn 21. september, eftir gagngerar breytingar. Endurnýjað útibú Arion banka er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og verður útlit útibúsins og þjónusta með nýju sniði. Markmiðið með breytingunum er að bjóða viðskiptavinum enn þægilegri bankaþjónustu. Stór þáttur í því er nýr afgreiðslutími en útibúið verður opið alla daga vikunnar á sama tíma og verslanir í Kringlunni. Ekkert bankaútibú á landinu er með jafnrúman afgreiðslutíma. Í dag verður útibúið opið til klukkan 9 í kvöld. Ýmsar aðrar nýjungar eru í útibúinu. Starfsfólk útibúsins verður til dæmis hvorki í gjaldkerastúkum né við skrifborð heldur á gólfinu, viðskiptavinum til aðstoðar, meðal annars við notkun á stafrænum þjónustuleiðum. Sérfræðingar í þjónustuveri Arion banka eru jafnframt aðgengilegir í gegnum fjarfundarbúnað. Í útibúinu verður viðburðasalur þar sem efnt verður til fræðslufunda og annarra viðburða. Auk hefðbundinna hraðbanka er gjafakortahraðbanki í útibúinu. Þá verður gjaldeyrishraðbankinn, sem settur var upp síðastliðið vor, á sínum stað en hann afgreiðir evrur, Bandaríkjadollara, danskar krónur og bresk pund.

Dagsetning
22. september 2017
Deila