14. maí 2025
VINNUSTYTTING OG ORLOFSUPPBÓT
Fuglarnir syngja, gróðurinn ilmar og í maí er orðið bjart langt fram á kvöld - það þýðir að brátt munu sumarleyfin langþráðu raungerast :)
Halur og sprund munu hoppa sæl um haga og sveitir í íslenskri sumarblíðu, þó eflaust kjósi einhver að leggja land undir fót og kanna framandi slóðir þetta sumarið. Er því upplagt að minna á að maímánuður er síðasti vinnutímastyttingarmánuður í bili, en vinnustyttingin er í flestum tilfellum nýtt þannig meðal félagsmanna að tekinn er hálfur frídagur í 9 mánuði; alla nema júní, júlí og ágúst.
SSF vill líka minna á að orlofsuppbót 2025 verður greidd með launum þann 1. júní nk. og er hún kr. 60.000 m.v. fullt starf.
Skrifstofan óskar félagsmönnum sínum gleðilegs og gjöfuls sumars, sem vonandi verður veðursælt og öllum gott.