5. mars 2025
SÉRSTÖK SÝNING Í BORGARLEIKHÚSINU Í TILEFNI KVENNAÁRS 2025
Þann 8. mars nk. hafa aðstandendur Kvennaárs ásamt fleirum skipulagt ótrúlega fjölbreytta dagskrá í tilefni þess að liðin eru 50 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið. Á vefsíðu Kvennaárs er að finna upplýsingar um alla viðburði þessa dags og SSF hvetur öll til að kynna sér hvað er í boði og mæta!
Þann 16. mars verður svo sérstök Kvennaárssýning í Borgarleikhúsinu á leikritinu Ungfrú Ísland. Fyrir sýninguna verður smellt í gott partý með DJ, tilboðum á barnum og nægu plássi til að plotta, spjalla og tengjast. Eftir sýninguna verða svo boðið upp á umræður með aðstandendum Kvennaárs og sýningarinnar.
Félagsfólki SSF býðst nú að sjá þessa frábæru sýningu á afslætti og er vonandi að það takist að fylla leikhúsið af aðstandendum, og aðdáendum, kvennaárs! Hægt er að kaupa miða með 20% afslætti á hlekknum í facebook viðburðinum.