3. desember 2025
NIÐURSTÖÐUR LAUNAKÖNNUNAR 2025
Hvað niðurstöður gefur launakönnunin 2025 til kynna?
Takk, kæru félagar í SSF. Þátttaka í könnuninni var frábær að vanda og að þessu sinni sendu 84,1% af úrtakinu inn svör sem er nýtt met!
Það eru því ekki margar kannanir sem slá okkar út hvað marktækni varðar.
Samkvæmt könnuninni voru meðallaun félagsmanna SSF 1.145 þús. kr. í nóvember 2025.
- Meðallaun karla voru 1.257 þús. kr. og kvenna 1.046 þús. kr
- Meðallaun á höfuðborgarsvæðinu voru 1.174 þús. kr. og 920 þús.kr. utan höfuðborgarsvæðisins.
- Meðallaunin hækkuðu úr kr. 1.057 í 1.145 þús. kr. milli kannana, sem er 8,3% hækkun á tveimur árum.
- Hækkanir vegna kjarasamninga voru 6,9% á sama tíma.
- Hækkun launavísitölu fjármálamarkaðarins sem Hagstofan birtir mánaðarlega var tæplega 12% á sama tíma.
Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni má kynna sér betur með því að skoða samantekt Gallup á kjarakönnuninni 2025.