Beint í efni

2. ágúst 2023

FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGS ÍSLANDSBANKA TJÁIR SIG

Íslandsbanki hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum vikum. Á aukahluthafafundi bankans þann 28. júlí sl. kvaddi Oddur Sigurðsson formaður Starfsmannafélags Íslandsbanka og fyrsti varaformaður SSF sér hljóðs og benti á hvernig neikvæð umræða um bankann hefði bitnað á öllu starfsfólki hans sem fæst hefði nokkuð haft með sölu bankans að gera. Oddur bendi á að einungis örfáir starfsmenn bankans hefðu komið að sölunni, sem hefur verið gagnrýnd mikið, og þess vegna sé mjög ósanngjarnt að bendla allt starfsfólk við slæleg vinnubrögð. Í hlekknum hér að neðan má sjá klippur úr umfjöllun RÚV um málið í fyrstu frétt. Fréttir kl. 19_00 - 28.07.2023 _ RÚV Sjónvarp    

Dagsetning
2. ágúst 2023
Deila