24. mars 2023
BREYTING Á STYRKFJÁRHÆÐ
Frá og með 1. apríl næstkomandi munu styrkir undir liðnum „Hjartaskoðun – áhættumat“ í Styrktarsjóðnum verða að hámarki kr. 35.000. Styrkir eru veittir vegna áhættumatsskoðunar hjá viðurkenndum aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Breytingin er m.a. tilkomin vegna fjárhagsstöðu Styrktarsjóðs, en iðgjöld fjármálafyrirtækjanna til hans lækka hlutfallslega með fækkun félagsmanna.
Dagsetning
24. mars 2023Deila