16. júní 2025
19. JÚNI – STÓRTÓNLEIKAR KVENNAÁRS 2025
SSF bendir á KVENNAVÖKU - stórtónleika í Hljómskálagarðinum á sjálfan kvenréttindadaginn 19. júní nk., milli kl. 19:00-21:00. Þar verður sannkallaður kvennakraftur á sviði og dagskrá svo sannarlega ekki af verri endanum. Á meðal þeirra sem koma munu fram eru Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Mammaðín og Heimilistónar. Dagskránni lýkur svo á sannkölluðum breddusöng, þar sem konur og kvár kyrja kraftballöður og diskóslagara við forsöng Guðrúnar Árnýjar. Kynnar verða Sindri “Sparkle” og Sandra Barilli.
Vert er að benda á að matarvagnar verða við sviðið, svo tónleikagestir þurfa hvorki að óttast svengd né þorsta!
Á vefsíðu Kvennaárs er að finna nánari upplýsingar um þennan magnaða viðburð og SSF hvetur að sjálfsögðu alla félagsmenn til að fjölkvenna og -menna.