skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Vinnutímastytting – Munið að nýta hálfu dagana í vetur

Vinnutímastytting – Munið að nýta hálfu dagana í vetur

Nú er veturinn að ganga í garð sem þýðir að nú getum við nýtt okkur vinnutímastyttinguna næstu 9 mánuði.  Það er því ekki úr vegi að rifja upp reglurnar sem snúa að henni fyrir félagsmenn SSF. 

Hver er meginreglan?
Vinnutímastyttingin er tekin sem 9 hálfir dagar mánaðarlega á tímabilinu september-maí (á hverju ári).
Nýtt tímabil vinnutímastyttingar:
Fyrsti hálfi dagurinn í frítökurétt í vetur er í september 2021.
Hverjir njóta vinnutímastyttingarinnar?
Allir sem eru í starfi.
Má ég taka þennan hálfa frídag hvenær sem ég vil?
Skipuleggja þarf frítökuna í samráði við yfirmann en samkvæmt meginreglunni er ætlast til þess að hálfi dagurinn sé tekinn innan hvers mánaðar.
Ef ég fæ leyfi yfirmanns til að fara í klippingu eða til læknis sem dæmi, er ég þá að nota þennan frítökurétt?
Nei, um er að ræða vinnutímastyttingu. Þessi vinnutímastytting sem samið er um í kjarasamningi tengist ekkert annarri hugsanlegri fjarveru sem yfirmaður heimilar, svo sem ferðum til læknis, í klippingu, sjúkraþjálfun eða annað þess háttar.
Af hverju þessi meginregla?
Þetta er í raun eina leiðin til að stytta árlega vinnuskyldu hjá starfsmönnum sem eru á fastlaunasamningi (um 80% félagsmanna), og því var hún valin af samninganefndum SSF og SFF (SA) sem meginregla.
Má semja um aðra útfærslu?
Já, það er heimilt að semja um aðra útfærslu, til að mynda að safna frítökuréttinum saman í 4 heila daga og 1 hálfan dag. En slíkar útfærslur ættu að heyra til undantekninga enda er tilgangurinn að stytta vinnuskyldu innan mánaðar. Slíkar útfærslur eru háðar samþykki stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Ef félagsmenn telja að annað fyrirkomulag vinnutímastyttingar gagnist betur en 9 hálfir vinnudagar í frítökurétt þá er mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga SSF (stjórn SSF og starfsmenn) áður en slíkt skref er stigið.

Search