skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Verkefnamiðuð vinnuaðstaða

Verkefnamiðuð vinnuaðstaða

Íslandsbanki flytur í nýjar höfuðstöðvar í haust.

Íslandsbanki flytur í nýjar höfuðstöðvar í haust.

Í nýj­um höfuðstöðvum Íslands­banka í Norðurt­urn­in­um við Smáralind verður nán­ast eng­inn starfsmaður með fast sæti held­ur á fólk að velja sér sæti sem hent­ar verk­efn­inu sem það er að vinna á hverj­um tíma. „Einn dag­inn get­ur þú sest við hefðbundna vinnu­stöð, næsta dag sest inn í þagn­ar­rými í ætt við lessal í bóka­safni til að há­marka ein­beit­ingu og þriðja dag­inn komið þér fyr­ir í hóp­vinnu­rými til að tryggja öfl­uga sam­vinnu í verk­efna­vinnu,“ seg­ir í til­kynn­ingu til starfsmanna.
„Þannig stýr­ir starfs­fólk sinni vinnuaðstöðu í nýj­um höfuðstöðvum Íslands­banka til sam­ræm­is við þau verk­efni sem þau þurfa að sinna á hverj­um tíma.“

Hefðbundið vinnu­um­hverfi á út­leið
Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að nýtt vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka nefn­ist verk­efnamiðuð vinnuaðstaða og á fyr­ir­komu­lagið að styrkja sam­starf milli deilda og sviða. Í til­kynn­ing­unni til starfs­manna seg­ir að opið vinnu­um­hverfi eins og al­mennt þekk­ist hér á landi sé á út­leið enda sé þá starfsmaður­inn fast­ur á ein­um stað. Hann geti þar af leiðandi ekki stjórnað áreiti eins og hávaða þegar hann þurfi að ein­beita sér.
Höfuðstöðvar Íslands­banka, sem eru í dag á Kirkju­sandi, verða flutt­ar yfir í Norðurt­urn­inn í haust. Höfuðstöðvarn­ar verða um 8.600 fer­metr­ar og þar munu 650 starfs­menn starfa.

Search