skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Vel heppnað NFU þing

Vel heppnað NFU þing

Þing NFU í Reykjavík 2017.

Þing NFU samtakanna (Nordic financial unions) lauk í gær, miðvikudaginn 21. Júní, en þingið var haldið í Reykjavík dagana 20. og 21. júní. Um 100 félagsmenn aðildarfélaga NFU auk fyrirlesara og gesta mættu á þingið. Að NFU standa samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi.

Á þinginu var m.a. fjallað um áhrif ESB löggjafar á norrænu félögin s.s. kjarasamninga, réttindi félagsmanna, viðskiptavernd og fleira. Benedikt Jóhannesson,

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.

fjármálaráðherra, fjallaði um efnahagslega stöðu Íslands og það hvaða áhrif efnahagshrunið hefði haft á þjóðfélagið. Þá lagði Benedikt áherlsu á aukna samvinnu norrænu landanna og talaði fyrir inngöngu Íslands í ESB sem vakti athygli fundargesta. Hann sagðist vonast til þess að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðslu í lok kjörtímabilsins um það hvort hefja ætti aðildarviðræður á ný.

Philip Jennings, ávarpaði þingið, en hann er forseti UNI Global, sem eru heildarsamtök stéttarfélaga á heimsvísu og koma fram fyrir hönd fleiri en 20 milljón félagsmanna í

Philip Jennings, forseti UNI.

yfir 900 aðildarfélögum. Philip sagði að norræna stéttarfélagsmódelið væri öfundsvert og stæði mjög framarlega í heiminum í ýmsum samanburði m.a. hvað varðar fjölda starfsmanna sem tilheyra stéttarfélögum og hafa kjarasamninga.

Þá var einnig fjallað um breyttan veruleika fjármálaþjónustu með tilkomu tækninýjunga og internetlausna og framtíð fjármálaráðgjafar.

 

Arvid Ahrin, framkvæmdastjóri NFU.

 

 

Pål Adrian Hellman, varaforseti NFU og formaður samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi ásamt Michael Budolfsen, forseta NFU og formanni samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Danmörku.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Search