skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Upp­sagn­ir þvert á yf­ir­lýs­ing­ar bank­ans

Upp­sagn­ir þvert á yf­ir­lýs­ing­ar bank­ans

Bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hef­ur lýst yfir áhyggj­um vegna upp­sagna 6,4 stöðugilda í úti­bú­um Ari­on banka í Fjalla­byggð.

„Þess­ar upp­sagn­ir eru þvert á þær yf­ir­lýs­ing­ar sem for­svars­menn gáfu bæj­ar­ráðsfull­trú­um og bæj­ar­stjóra við yf­ir­töku Ari­on banka á Afli-Spari­sjóði á Sigluf­irði,“ seg­ir í bók­un bæj­ar­ráðs.

Ari­on banki til­kynnti um upp­sagn­ir 46 starfs­manna í síðustu viku. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bank­ans og 19 á öðrum starfs­stöðvum.

Í bók­un bæj­ar­ráðs Fjalla­byggðar kem­ur fram að niður­skurður stöðugilda í sveit­ar­fé­lag­inu sé þriðjung­ur í stöðugilda­fjölda bank­ans í upp­sögn­um á lands­byggðinni og þetta sé mik­il blóðtaka fyr­ir sam­fé­lag eins og Fjalla­byggð.

„Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir því að full­trú­ar Ari­on banka mæti á næsta fund bæj­ar­ráðs og fari yfir nú­ver­andi stöðu mála og til framtíðar,“ seg­ir í bók­un­inni.

 

Frétt: Mbl.is
Mynd: Arion banki

Search