skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

STUTT Í AÐ KJARASAMNINGAR RENNI ÚT

STUTT Í AÐ KJARASAMNINGAR RENNI ÚT

Nú eru um tveir mánuðir eftir af þeim kjarasamningi sem hefur verið í gildi frá miðju ári 2019.
Undirbúningur er kominn af stað og hafa þessi mál verið á borði stjórnar SSF nær allt þetta ár. Á 48. þingi SSF í mars var málið rætt ítarlega og þar stóðu eftirfarandi punktar upp úr þegar upp var staðið:

  •  Áhersla lögð á prósentubreytingar launa
  • Ljúka þarf vinnu við að útbúa ramma í kringum fastlaunasamninga
  • Frekari stytting vinnutíma og breytt útfærsla
  • Auka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð
  • Semja beint við fjármálafyrirtækin

Aðrir þættir sem augljóslega verða viðraðir í viðræðum um kjarasamninga eru eftirfarandi og er þessi upptalning alls ekki tæmandi:

  •  Lenging orlofs í samræmi við opinbera starfsmenn þar sem lágmarksorlof er orðið 30 dagar
  • Skýrari ákvæði um heimavinnu, t.d. réttindi, tryggingar o.s.frv.
  • Samstarf um tæknibreytingar á fjármálamarkaði
  • Full laun fyrir alla í fæðingarorlofi
  • Árangurstenging launa og hlutdeild starfsmanna í hagnaði
  • Aukin framlög í Mennta- og Styrktarsjóð SSF

Þann 10. nóvember verður haldinn fundur formanna/stjórna aðildarfélaga og reyndari trúnaðarmanna innan SSF og lokahönd lögð á kröfugerð fyrir komandi samninga. Við stefnum að beinu samtali á milli SSF og bankanna um málefni innan fjármálageirans sem snerta kjarasamninga, og er það samtal raunar hafið gagnvart Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF). Það væri ágætt að vera búin að fara yfir helstu mál áður en til hefðbundinna samningaviðræðna kemur. Formannafundurinn þann 10. nóvember mun taka lokaákvörðun um allt sem snertir kjaraviðræður og einnig um mögulegar aðgerðir ef samtal við viðsemjendur næst ekki eða skilar ekki árangri.

Stjórn SSF stefnir að því að halda kynningarfund á Teams um stöðu mála og komandi viðræður á næstunni. Sá fundur verður auglýstur nánar hér á heimasíðunni og innan aðildarfélaganna.

Search