skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Staða kjaraviðræðna hjá SSF og á almennum vinnumarkaði

Staða kjaraviðræðna hjá SSF og á almennum vinnumarkaði

Ljóst er að kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði eru í algjörum hnút og útlit fyrir hörð átök. Verkföll byrja aftur föstudaginn 22. mars, en þá munu félagsmenn Eflingar og VR, sem vinna á hótelum og við akstur hópferðabíla, fara í eins dags verkfall. Iðnaðarmenn og Starfsgreinasambandið hafa formlega slitið viðræðum og huga nú að aðgerðum.

Samninganefnd SSF er í stöðugu sambandi við samningsaðila sem fundað hafa hjá Ríkissáttasemjara undanfarnar þrjár vikur. Nýskipan vinnutíma, styttri vinnuvika, lengra dagvinnutímabil, styttri neysluhlé (matur og kaffi) og lækkun á yfirvinnuálagi (úr 80 í 40%) yfirskyggir alla aðra umræðu við samningaborðið. Atvinnurekendur eru tilbúnir í styttri vinnuviku, en vilja að launamenn borgi stóran hluti af þeirri styttingu með framangreindri nýskipan vinnutíma.

Flest öll stéttarfélög eru mótfallin tillögum samtaka atvinnulífsins (SA) og staðan er nú grafalvarleg. Þá er enginn niðurstaða komin í launalið kjarasamninga, og framlag ríkisins til skattabreytinga og hækkunar vaxta- og barnabóta liðka ekki fyrir lausn.

Þing SSF er haldið dagana 21.-22. mars á Selfossi. Þar verður staðan í kjaraviðræðum aðal viðfangsefni þeirra 65 þingfulltúa sem sækja þingið auk stjórnar og samninganefndar SSF. Það tók rúmlega sex mánuði að ná kjarasamningum árið 2015, en að lokum náðust góðir samningar til rúmlega þriggja ára (2015-2018).

Það er ljóst að kjarasamningarnir núna verða bæði erfiðir og tímafrekir, en hlutverk samningsaðila er að ná samningi.

Search