skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Skráning á Golfmót SSF

Skráning á Golfmót SSF

Golfmót SSF 2013 verður haldið á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 24. ágúst. Ræst verður út á öllum teigum kl. 9:00 og er æskilegt að keppendur mæti snemma (08:15).  Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 13.30 – 14.00 og verða veitingar í mótslok í golfskálanum. Boðið verður uppá grillað lamb ásamt meðlæti.

Keppnisfyrirkomulag
Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni og er leikið í eftirfarandi flokkum:

  • Einstaklingskeppni karla og kvenna
  • Sveitakeppni – þrír í sveit og tveir bestu telja (skor úr einstaklingskeppni gildir)
  • Makar og gestir –  verðlaun fyrir flesta punkta með forgjöf

Verðlaun
Karlaflokkur – höggleikur og punktakeppni

1. sæti 30.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði
2. sæti 20.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði
3. sæti 10.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði

Kvennaflokkur – höggleikur og punktakeppni

1. sæti 30.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði
2. sæti 20.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði
3. sæti 10.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði

Maka- og gestaflokkur – punktakeppni

1. sæti 30.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði

Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum.
Verðlaun fyrir lengsta drive karla og kvenna á 9. braut.

100 fyrstu sem skrá sig og greiða þátttökugjald komast að.
Þátttökugjald er kr. 3.000 og greiðist inn á reikning 0101-26-323 kt: 550269-7679. Vinsamlega tiltakið nafn og kennitölu greiðanda. Sýna verður kvittun á mótsstað.

Skráning er eingöngu í beinni innskráningu
http://www.landsbankinn.is/skraning/Golfmot-SSF-2013
Opið er fyrir skráningu til miðvikudags 21. ágúst 2013 kl. 13:00

Search