skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

Landsbankinn efnir til haustráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Vöxtur í leit að jafnvægi. Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 26. september kl. 8.30-11.00.

Frá árinu 2010 hafa um sjö milljónir ferðamanna heimsótt Ísland og heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar nema um 2.000 milljörðum króna. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er óumdeilt en hvert stefnir greinin og hvað er framundan? Þetta ásamt nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans eru viðfangsefni ráðstefnunnar og búast má við áhugaverðum pallborðsumræðum.

Dagskrá
Vatnaskil eða vaxtarverkir?
Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Ferðaþjónustan er komin til að vera
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.
Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði
Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslenska-kínverska viðskiptaráðsins.
Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi: Að finna vextinum farveg
Anita Mendiratta, sérfræðingur í ferðaþjónustu og sérstakur ráðgjafi aðalritara Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Pallborðsumræður
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, og Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, ræða framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, stýrir umræðum.
Fundarstjóri verður Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Hægt er að skrá sig hér.

Search