skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Nýjasta tölublað SSF blaðsins

Nýjasta tölublað SSF blaðsins

Nýjasta tölublað Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er komið út. Forsíðuviðtal blaðsins er við Þorstein Víglundsson sem tók nýlega við embætti félags- og jafnréttismálaráðherra. Á sínum fyrstu dögum í ráðuneyti hefur Þorsteinn sagt að sitt fyrsta markmið sé að útrýma óútskýrðum launamun. Innan Velferðarráðuneytisins hefur verið unnið að frumvarpi að lögum um jafnlaunastaðal en markmið laganna er að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis. Lögin leggja þá skyldu á fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.  Í blaðinu er auk þess fjallað námsmöguleika með vinnu, könnun samtaka starfsmanna danskra fjármálafyrirtækja um ánægju í starfi, hvernig norskt vátryggingafyrirtæki fór að því að fækka fjarvistum umtalsvert og margt fleira.

Hægt er að skoða blaðið í heild sinni hér.

Search