skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Líflegt trúnaðarmannanámskeið SSF í Borgarfirði

Líflegt trúnaðarmannanámskeið SSF í Borgarfirði

Trúnaðarmannanámskeið I-II fór fram á Hótel Hamri (við Borgarnes) dagana 17. – 18. október.

Á námskeiðið mættu 26 trúnaðarmenn víðs vegar að af landinu. Fyrri dagurinn var helgaður SSF.  Friðbert fór meðal annars yfir sögu SSF og vinnumarkaðarins, ásamt hlutverki trúnaðarmannsins.  Rósa Jennadóttir, umsjónarmaður sjóða og trúnaðarmannafræðslu, fór yfir reglur og ýmis úthlutunarmál úr Styrktar- og Menntunarsjóð SSF. Eftir hádegi var unnið í vinnuhópum og kallaði Friðbert eftir fréttum og reynslu að heiman, spurningum varðandi ákvæði og áherslur í kjarasamningi (í raun öllu sem brennur á trúnaðarmönnum). Eftir vinnu hópanna var stillt upp spurningum til formanns sem Friðbert  svaraði og sköpuðust miklar og uppbyggilegar umræður um vinnumarkaðinn, komandi kjarasamningsviðræður og starf SSF.

Seinni daginn var Eyþór Eðvarðsson, sálfræðingur,  með þétta og yfirgripsmikla dagskrá.  Hann tók m.a. fyrir samskipti og þ.m.t.  listina við að gagnrýna á uppbyggilegan hátt ásamt erfiðu málum trúnaðarmannsins.  Þar blandaði hann saman fræðslu og vinnu í hópum.

Search