skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - ssf@ssf.is

LAUNAKÖNNUN SSF 2018

LAUNAKÖNNUN SSF 2018

SSF hefur ákveðið að gera launakönnun meðal félagsmanna og fer hún fram dagana 8-20. október.  Launakönnunin er sambærileg fyrri könnunum en að auki verður spurt um upplifun félagsmanna af ýmsum neikvæðum atburðum tengdum einelti og áreitni.  Einnig er spurt um hvað félagsmenn vilji leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum.

Umslögum með vefslóð á könnunina og lykilorði verður dreift á starfsstöðvum félagsmanna SSF dagana 8.-9. október (mánudag og þriðjudag).

Gríðarlega mikilvægt er að félagsmenn svari könnuninni.  Launakönnun SSF er eina tækið fyrir félagsmenn til að staðsetja sig í launum miðað við starfsvettvang, menntun og reynslu.

Þeir sem svara könnuninni fara í happdrættispott þar sem veglegir vinningar eru í boði (nánar í bréfi sem hver og einn fær afhent).

Search