skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 2. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 2. hluti

Vinnuvikan lengist um 42 mínútur að meðaltali þegar unnið er heiman frá

SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá

Stór hluti af þeim tíma sem starfsmenn spara með því að þurfa ekki að ferðast til vinnu fer í meiri vinnu. Samkvæmt nýrri könnun vinna þeir sem hafa skrifstofu heima 42 mínútum lengur í hverri viku. Þriðjungur norskra starfsmanna er enn að vinna á heimaskrifstofu vegna kórónafaraldursins. Þeir spara sér að meðaltali þrjá og hálfan tíma á viku við að vinna heima í stað þess að fara á skrifstofuna, samkvæmt norska fréttablaðinu Dagens Perspektiv.

Blaðið vísar til nýrrar könnunar greiningarstofunnar Kantar og HR Norge. Í könnuninni svara starfsmenn m.a. spurningunni um hvernig þeir nota tímann sem annars færi í ferðir til og frá vinnu. Fimmtungur þess tíma fer í að vinna lengur. Það þýðir að vinnuvikan verður 42 mínútum lengri.

Um það bil 9 prósent tímans fara í faglega sjálfsþróun. Að öðru leyti fer tíminn meðal annars í að sofa lengur, í  hreyfingu og tómstundir, heimilisstörf og samveru með fjölskyldunni. Þessi staða hefur ávinning í för með sér fyrir báða aðila. Starfsmennirnir fá að njóta meirihluta tímans sem áður fór í samgöngur og vinnuveitandinn fær aukaframlag af vinnu.  Sé litið á það framlag í peningum samsvarar það um 7,5 milljörðum í umframtekjur fyrirtækjanna, segir framkvæmdastjóri Even Bolstad í HR Noregi við dagblaðið Dagens Perspektiv.

Í könnuninni er ekki spurt hvort starfsmennirnir hafi fengið greitt fyrir aukatímann sem þeir hafa varið í vinnu. „Það er gott ef framleiðni eykst, en ef vinnuálag er aukið til lengri tíma verða atvinnurekendur og starfsmenn að koma sér saman um hvernig ávinningnum er dreift. Það eru takmörk fyrir því hversu lengi þú getur kallað það sjálfboðavinnu,“ segir Kari Sollien, formaður starfsmannasamtakanna Akademikerne.

Search