skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kosning trúnaðarmanna

Kosning trúnaðarmanna

SSF minnir á að kosningar trúnaðarmanna fara fram dagana 11.-12. febrúar 2020.

Trúnaðarmaðurinn er tengiliður starfsfólks og atvinnurekandans. Honum er ætlað að auðvelda samskipti milli þessara aðila, enda á hann að eiga greiða leið að upplýsingum. Það að vera trúnaðarmaður krefst mikillar ábyrgðar og er krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi og skemmtilegt.

Kosning trúnaðarmanna

Dagana 11. og 12. febrúar n.k. skal kjósa trúnaðarmenn fyrir SSF og aðildarfélögin. Þeir eru kosnir til tveggja ára í senn. Trúnaðarmenn eru kosnir af og úr hópi félagsmanna SSF á
hverjum vinnustað þar sem 5 eða fleiri starfa. Núverandi trúnaðarmaður skal auglýsa eftir framboðum
á hverjum vinnustað.

Framkvæma skal leynilega kosningu ef framboðin er fleiri en tiltekinn fjöldi starfandi trúnðaramanna á
hverjum stað. Sá hlýtur kosningu sem flest atkvæði fær. Ef einungis einn er í framboði er hann sjálfkjörinn. Ef enginn gefur kost á sér má líta svo á að allir starfsmenn séu í framboði.

 

Search