skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjaraviðræður SSF við Samtök atvinnulífsins (SA)

Kjaraviðræður SSF við Samtök atvinnulífsins (SA)

Á undanförnum vikum hafa farið fram óformleg samtöl fulltrúa SSF og SA um kjarasamninga fyrir félagsmenn SSF, sem gilda eiga út árið 2014. Því miður hafa þessi samtöl engu skilað öðru en því að SA býður SSF kjarasamning sem nær eingöngu felst í 2,8% launahækkun. Kostnaðarauki fjármálafyrirtækjanna af slíkum samningi væri innan 3,0% marka, en kostnaður kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er tæplega 4,0% (sjá viðtöl við Þorstein Víglundsson framkvæmdastjóra SA í Morgunblaðinu 5. febrúar (bls. 2)) og 30. janúar (bls. 6 í Viðskiptablaðinu).  Stjórn og samninganefnd SSF kannar nú hvort einhver grundvöllur er fyrir því að skrifa undir og setja í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SSF kjarasamning þennan sem SA býður. Það er alveg ljóst að hvert og eitt stéttarfélag hefur afar takmarkað samningsvald, boðvald atvinnurekenda (SA) með aðstoð ASÍ hefur skilað niðurstöðu kjarasamninga sem enginn má hvika frá.  Í þessari sömu aðstöðu eru öll félag opinberra starfsmanna. En boðvald kallar á viðbrögð þeirra sem telja á sig hallað og spurning hvenær tilefni viðbragða verður sett í atvæðagreiðslu félagsmanna stéttarfélagsins.

Friðbert Traustason, formaður SSF

Search