skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjarasamningsbundnar breytingar 1. janúar 2020

Kjarasamningsbundnar breytingar 1. janúar 2020

Samkvæmt kjarasamningi SSF og SA taka eftirfarandi breytingar gildi um áramót. Annarsvegar er þetta breyting á lífeyrisframlagi félagsmanna og hinsvegar breytingar varðandi vinnutíma.

Vinnutímastyttingin

Allar upplýsingar um vinnutímastyttinguna má nálgast á heimasíðu ssf.is. Þar er að finna helstu spurningar og svör varðandi útfærslur og annað er það snertir. Smelltu hér til nálgast upplýsingar um vinnutímastyttinguna.

Breytingar á lífeyrisframlagi

Fyrir þá félagsmenn sem eru með starfsaldur minna en 3 ár verður breyting á lífeyrisframlagi launagreiðenda, fast framlag í séreignarsjóð hækkar þannig úr 2% í 5,5% frá og með 1. janúar 2020.  Fyrir þá félagsmenn sem eru með starfsaldur yfir 3 ár er framlagið óbreytt.

Skiptingin verður því eftirfarandi:

Samtrygging = 4% framlag launþega og 6% framlag launagreiðanda í samtryggingarsjóð.

Séreignarsjóður = 5,5% að lágmarki í séreignarsjóð sem hækkar í 7% við 3ja ára starfsaldur.

Þar að auki getur launþegi ráðstafað 2-4% í séreign og fengið þá 2% til viðbótar frá launagreiðanda.

 

Search