skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu SSF og SA

Fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu SSF og SA

Boðað hefur verið til fyrsta fundar í kjaradeilu SSF og SA á morgun, fimmtudag, í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samninganefnd SSF ákvað í síðustu viku að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara eftir nokkuð stíf fundahöld.

Í framhaldi af þeirri fundarröð sagði Friðbert Traustason, formaður SSF, tilboð SA vera óásættanlegt eins og það var fram lagt, og þar sem að deilunni miðaði ekkert áfram hefði í raun ekki verið neitt annað í stöðunni en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Við munum greina frá tíðindum í kjaradeilunni um leið og ástæða er til á heimasíðu SSF, www.ssf.is.

Search