skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Fyrsti fundur fyrir kjarasamninga 2019

Fyrsti fundur fyrir kjarasamninga 2019

Fulltrúar frá samninganefndum Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), Samtökum atvinnulífsins (SA) og Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) funduðu í húsakynnum SSF að Nethyl 2E mánudaginn 14. janúar. Samningsumboð aðila voru lögð fram, skipan samningsnefnda og drög að viðræðuáætlun. Staðan í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði var rædd og farið yfir þær kröfur sem nú þegar hafa komið fram í þeim viðræðum. Áherslur samninganefndar SSF eru á launahækkanir, styttri mánaðarlega vinnuskyldu, ramma fyrir fastlaunasamninga, orlof og fleira. Næsti fundur er ekki tímasettur en fundað verður reglulega næstu daga og vikur með það að markmiði að ná samningum.

Search