skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ENGINN ÁRANGUR Á FUNDI SAMNINGANEFNDA Í GÆR

ENGINN ÁRANGUR Á FUNDI SAMNINGANEFNDA Í GÆR

Samninganefnd SSF átti fund með SA í híbýlum Sáttasemjara í gær.  Fundurinn skilaði engri niðurstöðu, en næsti fundur er boðaður næstkomandi mánudag, 16. janúar.  SSF sendi út póst til trúnaðarmanna í vikunni þar sem kallað var eftir skoðun félagsmanna á því tilboði sem er uppi á borðum, þ.e. 6,75% hækkun, þó að hámarki 66.000.  Óhætt er að segja að þetta tilboð hlýtur ekki hljómgrunn meðal félagsmanna m.v. þau viðbrögð sem samninganefnd SSF og starfsmenn skrifstofu SSF hafa fengið.

Ljóst er að með nýjum kjarasamningi Verkfræðingafélags Íslands sem sömdu um 6,75% ÁN hámarks er komið fordæmi um samning án þaks. Það er því vandséð hvernig SA getur rökstutt að ekkert annað sé í boði fyrir félagsmenn SSF en samningur með hámarki, sem að mati samninganefndar SSF gerir ekki annað en að halda áfram að rýra kaupmátt félagsmanna, meira en orðið er.  Það er eðlileg krafa að kostnaðarauki viðsemjenda við nýjan kjarasamning verði a.m.k. sá sami og hjá öðrum atvinnurekendum, en tilboðið eins og það lítur út í dag er fjarri því að gera það.

Um stöðu mála hjá SSF er talsvert ritað í blöðum í dag (Morgunblaðinu og Vísi) og svo má einnig benda á fréttir Bylgjunnar í morgun.Ef félagsmenn vilja kynna sér betur umfjöllun fjölmiðla má benda á ítarlega forsíðufrétt Morgunblaðsins í morgun, föstudag.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/01/13/ekkert_launathak_hja_verkfraedingum/

 

 

 

 

Search