skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Deilt um fækkun vinnustunda

Deilt um fækkun vinnustunda

Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðu SSF fimmtudaginn 9. maí þá hafa samninganefndir SSF og SA(SFF) fundað reglulega undanfarnar vikur. Síðasti fundur var mánudaginn 20. maí og næsti fundur verður eftir hádegi fimmtudaginn 23. maí.

Málefnin eru þau sömu, hækkun launa innan sem utan launatöflu, lágmarkslaun fyrir hvert starfsheiti (sbr. grein 1.5 í kjarasamningi), umgjörð um fastlaunasamninga, greiðslur fyrirtækjanna í Styrktarsjóð, tryggingar og fleira.

Enn er deilt um hvernig samið verður um fækkun vinnustunda á viku, mánaðar eða ársgrundvelli. Fastlaunasamningar hafa mikil áhrif á möguleika starfsmanna til að nýta, á sem hagkvæmastan hátt, þann tíma sem fækkun vinnustunda nemur.

Kjarasamningar BSRB, BHM og fleiri opinberra starfsmanna eru nú lausir, en lítið þaðan að frétta enn sem komið er. Samninganefnd SSF fær oft þá spurning hvort rétt sé að sjá kröfugerð opinberu stéttarfélaganna áður en skrifað er undir kjarasamninga, í ljósi þess að rúmlega 50% félagsmanna SSF vinna hjá fyrirtækjum í eigu Ríkisins.

Um aðkomu Ríkissáttasemjara gildir enn það sama og sagt var í fréttinni þann 9. maí s.l.

Search