skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Breytt starfsemi í ljósi Covid-19

Breytt starfsemi í ljósi Covid-19

Kórónuveiran hefur breytt öllum áætlunum í starfsemi SSF undanfarna mánuði, eins og starfi lang flestra fyrirtækja og lífi allra landamanna. Í vor frestaði stjórn SSF m.a. námskeiðum trúnaðarmanna og launakönnun SSF, sem voru á áætlun í apríl, fram til nóvember.
Nú er ljóst að þriðja bylgja kórónuveirunnar setur allar áætlanir í haust og framan af vetri í uppnám. Miðað við síðustu fréttir um veldisvöxt veirunnar í samfélaginu er útilokað að halda fundi eða gera áætlanir um verkefni eða viðburði þar sem félagsmenn úr öllum fjármálafyrirtækjunum koma saman.
Stjórn SSF hefur því ákveðið að fresta öllum námskeiðum trúnaðarmanna, fundi formanna og stjórna aðildarfélaga SSF og launakönnun SSF fram á næsta ár (2021).
Enn er ekki tímabært að setja fastar dagsetningar þar sem sóttvarnaryfirvöld og aðrir sérfræðingar í veirufræðum telja að árið 2021 verði áfram erfitt og langt í að veirunni verði útrýmt í íslensku samfélagi.
Það er mikilvægt að við tökum öll þátt í smitvörnum og vinnum með yfirvöldum eins og kostur er, jafnt heima sem á vinnustað.
Við minnum á að félagsmenn SSF geta sinnt lang flestum erindum sínum við skrifstofu SSF gegnum www.ssf.is (mínar síður), með tölvupósti til [email protected] og með því að hringja í starfsmenn skrifstofu í síma 540-6100.
Search