skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

MÍNAR SÍÐUR

MÍNAR SÍÐUR

ÞEKKIR ÞÚ MÍNAR SÍÐUR?

Vissir þú að inni á heimasíðu SSF (ssf.is)  er síða sem heitir „Mínar síður“? Inn á hana kemstu með rafrænum skilríkjum. Þú smellir á íkonið, velur að fara í innskráningu, setur inn símanúmerið þitt og rafræn skilríki, en þetta þekkja nú sennilega allir núorðið. Þá eruð þið komin inn á síðuna og sjáið þessa stiku hér fyrir neðan efst á síðunni.

Undanfarið höfum við fengið nokkrar umsóknir um styrki í Menntunar- og Styrktarsjóð sendar beint á netfangið okkar svo það er ekki úr vegi að benda á að það er einmitt inni á „mínum síðum“ sem sækja á um styrki í sjóði SSF. Hver styrktegund á sína síðu svo þið veljið þá síðu sem við á.  Áður en sótt er um styrk er nauðsynlegt að kynna sér reglur sjóðanna á heimasíðu SSF,

Til dæmis er afar nauðsynlegt að með umsóknum fylgi greiðslukvittun á nafni umsækjanda sem ber með sér að reikningurinn sé greiddur, en algengt er að hana vanti sem seinkar þá afgreiðslu greiðslu.

Inni á þessari síðu skráið þið einnig ykkar upplýsingar um bankareikning, síma os.frv. https://minarsidur.ssf.is/mitt-svaedi/breyta-minum-upplysingum/. Mikilvægt er að hafa þær upplýsingar réttar, til að greiðslur skili sér rétt.

Search