skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

47. þingi SSF slitið

47. þingi SSF slitið

 

Efri, frá vinstri: Hörður Jens Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Oddur Sigurðsson, Guðný S. Magnúsdóttir og Jóhann Arnarson.
Neðri, f. v.: Daníel Reynisson, Ari Skúlason, Friðbert Traustason og Bára Björk Ingibergsdóttir.

47. þing SSF fór fram á Selfossi dagana 21. og 22. mars. Þingið var viðburðarríkt og settu yfirstandandi kjaraviðræður mark sitt á umræður og afgreiðslur nefnda. Friðbert Traustason, formaður SSF, setti þingið og ávarpaði þingfulltrúa. Í formannsræðu fór Friðbert yfir fækkun starfsmanna fjármálafyrirtækja, síðustu kjaraviðræður og yfirstandandi kjaraviðræður, fjórðu iðnbyltinguna, launajafnrétti og launaleynd.

Á þinginu var ákveðið að hefja átak á vegum menntunarsjóðs og stórauka framlög úr sjóðnum á komandi árum. Þá var samþykkt lagabreyting um kynjakvóta í stjórn SSF og að formaður og varaformaður SSF geti ekki verið af sama kyni. Mun stjórnarkjör á þingi SSF 2022 taka mið af þessum lagabreytingum.

Að lokum fór fram stjórnarkjör en ljóst var að það yrðu breytingar á stjórn félagsins þar sem Anna Karen Hauksdóttir sem hafði gegnt embætti 1. varaformanns SSF gaf ekki kost á sér. Var henni þakkað ómetanlegt framlag í þágu félagsmanna SSF með standandi lófaklappi. Þá hafði Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, einnig tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Var honum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna á undanförnum árum.

Nýkjörna stjórn SSF skipa:

Friðbert Traustason, sem var sjálfkjörinn í embætti formanns SSF.

Ari Skúlason, sem var sjálfkjörinn í embætti varaformanns SSF.

Bára Björk Ingibergsdóttir.

Daníel Reynisson.

Guðný S. Magnúsdóttir.

Helga Jónsdóttir.

Hörður Jens Guðmundsson.

Jóhann Arnarson.

Oddur Sigurðsson.

 

Nánar verður fjallað um afgreiðslu þingsins á næstu dögum.

Search